Búrfellsvirkjun - tenging


25.02.2017

Framkvæmd

Vegna stækkunar Búrfellsvirkjunar og tengingar nýrrar vélar hennar við flutningskerfið þarf að breyta tengivirki Landsnets í Búrfelli og endurnýja stjórnkerfi.

Uppsett afl nýrrar stöðvar er um 100 MW og tengist hún 220 kV tengivirki Landsnets í Búrfelli með um þriggja km löngum jarðstreng sem Landsvirkjun leggur til. 

Endurbætur á tengivirkinu snúa annars vegar að háspennuhluta þess og hins vegar stjórnkerfi. Breyta þarf öðru teinatengi virkisins í línuútgang til að tengja jarðstrenginn inn í virkið og samhliða því verður stjórnkerfi virkisins endurnýjað. Einnig þarf að skipta út straumspennum tveggja loftlína, Búrfellslínu 3 og Sigöldulínu 3, þar sem gömlu spennarnir takmarka orðið flutningsgetu línanna.

Framkvæmdir við endurnýjun stjórnbúnaðar hófust sumarið 2017 og þá verða allir 10 rofareitir tengivirkisins teknir úr rekstri hver á eftir öðrum, í 8-10 daga hver. Breytingar á háspennuhluta tengivirkisins hefjast í ágúst og í nóvember verður gengið frá tengingu jarðstrengsins frá nýju virkjuninni inn í virkið. Framkvæmdum í tengivirkinu á að ljúka í byrjun desember 2017 en spennusetning nýrrar virkjunar er áætluð á vormánuðum 2018.
 
Aftur í allar fréttir